135. löggjafarþing — 25. fundur,  15. nóv. 2007.

skýrsla umboðsmanns Alþingis 2006.

215. mál
[12:38]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Árni Páll Árnason kom mjög víða við í ræðu sinni og hún var mjög athyglisverð. Ef ég skildi rétt þá taldi hann að stjórnsýslulögin og starfsmannalögin fyrir opinbera starfsmenn rækjust illa saman og hann lagði til að einfalda stjórnsýslulögin hvað varðar opinbera starfsmenn. Ég vil spyrja hv. þingmann. Væri ekki líka til í dæminu að einfalda og gera starfsmannalögin minna hemjandi eða jafnvel leggja þau af?