135. löggjafarþing — 25. fundur,  15. nóv. 2007.

skýrsla umboðsmanns Alþingis 2006.

215. mál
[12:41]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég á nú erfitt með að vera á öndverðri skoðun við hv. þingmann þar sem ég er honum hjartanlega sammála. Það er svona spurning hvort hv. þingmaður muni vinna að því í sínum flokki og annars staðar meðal þingmanna að þingmenn taki sér tak og breyti starfsmannalögunum. Og jafnvel afnemi þau ef þurfa þykir og eins að stjórnsýslulögin verði sniðin að því sem þeim var upphaflega ætlað að taka á, sem voru samskipti borgarans, hins almenna borgara við ríkisvaldið en ekki endilega starfsmanna ríkisins við yfirboðara sína.