135. löggjafarþing — 26. fundur,  15. nóv. 2007.

almannatryggingar o.fl.

195. mál
[18:46]
Hlusta

Árni Páll Árnason (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er algjörlega ljóst, og það veit hv. þingmaður vonandi, að útgjaldarammanum var lokað 29. maí, þá lá hann fyrir. Eftir það vinna menn auðvitað í fjárlagagerðinni en hreyfa ekki stóra punkta. Þannig er nú aginn í gerð fjárlaga í dag, góðu heilli.

Virðulegi forseti. Ég ítreka að Samfylkingin mun standa við kosningafyrirheit um úrbætur í málefnum eldri borgara og öryrkja. Við það verður staðið og fyrsta skrefið í þá átt er stigið með flutningi tryggingamála til félagsmálaráðherra. Við bindum miklar vonir við það svigrúm sem hæstv. félagsmálaráðherra gefst á næsta ári.