135. löggjafarþing — 26. fundur,  15. nóv. 2007.

almannatryggingar o.fl.

195. mál
[18:47]
Hlusta

Birkir Jón Jónsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Stórtíðindi eru að gerast í þingsölum Alþingis. Útgjaldarammanum var lokað 29. maí og ekki var hægt að breyta því. Er Samfylkingin ekki komin í ríkisstjórn? Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn hafi platað Samfylkinguna upp úr skónum í þessum efnum. Eða ræður Sjálfstæðisflokkurinn einn í þessu samstarfi?

Samfylkingin hafði júní, júlí, ágúst og september til að hafa áhrif á fjárlagafrumvarpið. Nei, ekki var hægt að breyta því vegna þess að fyrri ríkisstjórn var búin að ramma inn einhvern útgjaldaramma. Þetta stenst ekki skoðun, það er bara þannig.