135. löggjafarþing — 26. fundur,  15. nóv. 2007.

almannatryggingar o.fl.

195. mál
[18:56]
Hlusta

Birkir Jón Jónsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Við hv. þm. Ásta Möller áttum ágætt samstarf í fjárlaganefnd og ég held hún viti að ég kann að lesa úr fjárlagafrumvarpinu. Það sem ég ræddi um var hækkun á lífeyrisgreiðslum á almennum lífeyri, sem er 3,1%. Hv. þingmaður bætir því reyndar við og talar um tekjutryggingu sem er byggð á ákveðnu samkomulagi sem gert var af hálfu fyrrv. ríkisstjórnar. (Gripið fram í.) Við stigum mörg skref, sjálfstæðismenn og framsóknarmenn, til þess að bæta kjör aldraðra og lífeyrisþega almennt. Ég hef verið að kalla eftir því í þessari umræðu að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn sýni að þau vilji gera betur í þessum efnum.

Ég spyr hv. þm. Ástu Möller: Telur hún að það sé nógu vel að gert í þessum málaflokki eins og fjárlagafrumvarpið lítur út?