135. löggjafarþing — 28. fundur,  20. nóv. 2007.

happdrætti fyrir Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga.

208. mál
[19:56]
Hlusta

dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason) (S):

Herra forseti. Ég mæli fyrir frumvarpi til laga um breyting á lögum um happdrætti fyrir Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga.

Með lögum nr. 13/1949 var Sambandi íslenskra berklasjúklinga heimilað að stofna og reka vöruhappdrætti tímabundið. Hefur sú heimild síðan verið framlengd um 10 ár í senn, nú síðast með lögum nr. 94/1999, og rennur heimildin út um áramótin.

Með frumvarpi þessu er lagt til að heimild Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga til rekstrar happdrættis verði framlengd um 11 ár, þ.e. til ársloka 2018. Er slík framlenging í samræmi við gildistíma heimildar Happdrættis Háskóla Íslands til einkareksturs peningahappdrættis hér á landi, sem framlengdur var til 1. janúar 2019 með lögum nr. 127/2003.

Virðulegi forseti. Ég hef nú gert grein fyrir efni frumvarpsins og legg til að því verði að lokinni þessari umræðu vísað til hv. allsherjarnefndar og 2. umr.