135. löggjafarþing — 29. fundur,  21. nóv. 2007.

forvarnir og barátta gegn fíkniefnum.

[12:31]
Hlusta

heilbrigðisráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S):

Virðulegur forseti. Ég tek undir orð hv. þm. Guðna Ágústssonar um að þessi umræða er búin að vera góð og við skulum vona að hún verði á þeim nótum. Það sem ég vísaði til er einfaldlega staðreynd sem sá sem hér stendur getur ekkert gert við. Á undanförnum árum hefur verslun verið færð inn í matvöruverslanir og bensínstöðvar, í tíð síðustu ríkisstjórnar. Það er bara þannig og það er nákvæmlega ekkert sem sá sem hér stendur getur gert við því, það er bara staðreynd mála.

Ég vísa sömuleiðis í umræður sem hafa orðið um þessi mál en er hjartanlega sammála hv. þm. Guðna Ágústssyni og vonast til að við getum rætt þessi mál á öðrum og betri forsendum í nánustu framtíð.