135. löggjafarþing — 29. fundur,  21. nóv. 2007.

raforkuverð.

125. mál
[13:19]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Heldur fannst mér þau fátækleg, rýr og veikluleg, svör hæstv. iðnaðarráðherra. (Iðnrh.: Hann er ekki sterkari en þetta.) Það er bara spurt hvort hann ráði við að gegna því embætti ef hann er ekki sterkari en eins og það birtist í svari hans hér.

Orkumálin heyra undir iðnaðarráðherra og dreifing og verðlagning á raforku heyrir undir iðnaðarráðherra. Þessi málaflokkur, aðgerðir í byggðamálum, heyrir undir iðnaðarráðherra. Við erum með í gangi, sem menn hafa montað sig mjög af, sértækar aðgerðir til að mæta niðurskurði á þorskafla. Kannski væri þetta eitt besta ráðið til að lækka raforkuverð til fiskvinnslunnar. Þetta er ein stærsta atvinnu- og útflutningsgrein landsmanna. Hvers vegna skyldi hún ekki fá raforku á áltaxta?

Álverin skila miklu minna í (Forseti hringir.) þjóðarbúið en fiskvinnslan. Þarna er um hreina mismunun að ræða og brot á (Forseti hringir.) stjórnarskránni að mínu mati hvað þetta varðar.