135. löggjafarþing — 29. fundur,  21. nóv. 2007.

reglur Evrópusambandsins á sviði orkumála.

201. mál
[13:32]
Hlusta

Valgerður Sverrisdóttir (F):

Hæstv. forseti. Mér finnst þetta dálítið skrýtin umræða, ég neita því ekki. Mér fannst hæstv. iðnaðarráðherra tala óskaplega lengi en hef ég bara 46 sekúndur? (Iðnrh.: Ég talaði 5 tíma.) En það er kannski af því að mér fannst ekki mjög skemmtilegt að hlusta á hann en það er eins og það er.

Í fyrsta lagi, út af ræðu fyrirspyrjanda, væri fróðlegt að vita hvað það er í þeirri tilskipun sem við innleiddum sem hentar svona illa fyrir Ísland. Ég geri mér ekki grein fyrir hvað það er satt að segja. Ég held að þetta fyrirkomulag henti ágætlega á Íslandi. Það sem væntanlega er þá á leiðinni frá Evrópusambandinu, til viðbótar því sem við höfum þegar innleitt, er þá fyrirtækjaaðskilnaður. Fyrirtækjaaðskilnaður er mikið lausnarorð í þeirri umræðu sem nú fer fram á Íslandi í orkuiðnaðinum, en ekki náðist að innleiða hann í tíð Framsóknarflokksins í iðnaðarráðuneytinu vegna andstöðu frá orkufyrirtækjunum.