135. löggjafarþing — 30. fundur,  21. nóv. 2007.

aðgerðir til að auka hlut kvenna í sveitarstjórnum.

34. mál
[15:09]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég sat og hlustaði af athygli á ræðu hv. þingmanns og á umræðurnar allar enda einn af meðflutningsmönnum á þessari góðu tillögu. Mig langar að segja örfá orð í andsvari vegna þess að hv. þm. Katrín Júlíusdóttir lýsti áhyggjum sínum yfir því að konur tolla skemur í stjórnmálum en karlar. Ég held að þetta sé rétt hjá hv. þingmanni og deili þessum áhyggjum með henni.

Nú langar mig, úr því að ég hef tækifæri til, að spyrja kraftmikla, unga stjórnmálakonu, sem er á sínu öðru kjörtímabili á Alþingi Íslendinga: Hver er hennar skýring á því?