135. löggjafarþing — 30. fundur,  21. nóv. 2007.

fjáraukalög 2007.

103. mál
[15:46]
Hlusta

Gunnar Svavarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég ítreka álit meiri hluta fjárlaganefndar þar sem segir, með leyfi forseta:

„Það er álit nefndarinnar að á milli 2. og 3. umræðu þurfi að skoða sérstaklega framhaldsskóla almennt, rekstrarkostnað sýslumannsembætta, heilbrigðisstofnanir og hjúkrunarheimili og gera tillögu um skiptingu fjárheimildar á einstakar stofnanir. Enn fremur mun nefndin skoða á milli umræðna málefni er varða eignir á fyrrum varnarsvæði við Keflavíkurflugvöll.“

Jafnframt segir í lokin líkt og gerð var grein fyrir í gær:

„Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum þeim sem skýrðar hafa verið og gerð er tillaga um í sérstökum þingskjölum.“

Undir þetta nefndarálit skrifuðu auk mín hv. þm. Kristján Þór Júlíusson, Ásta Möller, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Björk Guðjónsdóttir, og Bjarni Harðarson, með fyrirvara sem hann hefur gert grein fyrir. Fjarstaddir voru hv. þm. Illugi Gunnarsson og Guðbjartur Hannesson.