135. löggjafarþing — 31. fundur,  27. nóv. 2007.

úrvinnslugjald.

242. mál
[15:29]
Hlusta

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. umhverfisráðherra fyrir það mál sem hún hefur mælt fyrir og lýtur að Úrvinnslusjóði. Ég held að almennt megi segja um ákvæði frumvarpsins að þau horfi til bóta og ekki sé neinar sérstakar athugasemdir við þær að gera nú við 1. umr. Eins og fram kom í máli ráðherra er þetta fastagestur í umfjöllun umhverfisnefndar. Við munum að venju taka málið til umfjöllunar þar, fá gesti til að koma fyrir nefndina eftir því sem efni standa til og leitast við að skila því fljótt og vel frá okkur aftur inn í þingsal. Ég held að á þessu stigi sé ekki meira um málið að segja.