135. löggjafarþing — 31. fundur,  27. nóv. 2007.

varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum.

243. mál
[15:33]
Hlusta

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegi forseti. Það er um þetta mál eins og hið fyrra að út af fyrir sig er ekki margar athugasemdir við það að hafa. Eins og við þekkjum hefur á undanförnum árum verið unnið mikið og gott starf að bættu hættumati í þéttbýli og full ástæða er til þess að huga að dreifbýlinu líka og leita leiða til þess að kosta þetta verkefni á næstu tveimur árum. Ég hygg að það frumvarp sem hér liggur fyrir muni fá, ég vona, jákvæða umfjöllun í umhverfisnefnd og að minnsta kosti nokkuð skjóta.