135. löggjafarþing — 32. fundur,  28. nóv. 2007.

Varamenn taka þingsæti.

[13:32]
Hlusta

Forseti (Magnús Stefánsson):

Borist hefur bréf frá 2. þm. Norðaust., Valgerði Sverrisdóttur, um að hún sé á förum til útlanda í opinberum erindagjörðum og geti því ekki sótt þingfundi á næstunni. 2. varamaður Framsóknarflokksins í Norðaust., Jón Björn Hákonarson sölustjóri, Neskaupstað, tekur sæti hennar í dag en 1. varamaður flokksins í kjördæminu, Huld Aðalbjarnardóttir skólastjóri hefur boðað forföll.

Kjörbréf Jóns Björns Hákonarsonar hefur þegar verið rannsakað og samþykkt en hann hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni samkvæmt 2. gr. þingskapa.

 

[Jón Björn Hákonarson, 2. þm. Norðaust., undirritaði drengskaparheit um að halda stjórnarskrána.]