135. löggjafarþing — 32. fundur,  28. nóv. 2007.

veiðar Færeyinga innan íslensku fiskveiðilögsögunnar.

179. mál
[14:04]
Hlusta

Kristinn H. Gunnarsson (Fl):

Virðulegi forseti. Ég tel að hv. þm. Grétar Mar Jónsson hafi gert störfum þingsins mikinn greiða með því að bera fram margar spurningar á einu skjali og leggja þá þraut fyrir hæstv. ráðherra að svara þeim öllum í einni ræðu sem báðum tókst vel, annars vegar fyrirspyrjandanum að bera fram spurningarnar og hins vegar ráðherranum að svara þeim. Ég held að hitt sé ekki eins góð leið, eins og hv. þm. Birkir Jón Jónsson hefur farið, að fjöldaframleiða sömu spurningarnar og dreifa þeim á alla tólf ráðherrana og taka upp mikinn tíma þingsins við að svara sömu spurningunum. (BJJ: Ræða byggðamál.) Ég vildi því mælast til þess að hv. þingmaður léti það að vera að vanda hér um við aðra þingmenn.