135. löggjafarþing — 32. fundur,  28. nóv. 2007.

kristilegt siðgæði í starfsháttum grunnskóla.

240. mál
[18:55]
Hlusta

Jón Björn Hákonarson (F):

Hæstv. forseti. Ég get ekki látið hjá líða að koma hér upp. Þegar ég kom hér inn í dag og sá þessa fyrirspurn velti ég henni fyrir mér og ég þakka hæstv. menntamálaráðherra fyrir mjög greinargott og gott svar, í raun og veru svar sem allt byggðist á sem maður hafði velt fyrir sér sjálfur.

Það er skoðun mín að almenna siðgæðið sem við búum við hér á landi sé mótað af kristinni trú. Við erum bara svo vön því, við erum búin að vera kristin þjóð það lengi. Almenna siðgæðið byggist á þjóðartrúnni. Ég þakka menntamálaráðherra kærlega fyrir gott svar sem eiginlega sagði allt sem maður hefði viljað segja.