135. löggjafarþing — 32. fundur,  28. nóv. 2007.

kristilegt siðgæði í starfsháttum grunnskóla.

240. mál
[18:56]
Hlusta

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég tel það til framfara að breyta grunnskólalögum á þann hátt að tiltaka ekki þetta siðgæði. Við búum hreinlega í breyttu samfélagi, við búum í fjölmenningarlegu samfélagi. Hins vegar held ég að þessi breyting á grunnskólalögum snúist ekkert um að afneita uppruna eða sögu eins og hér hefur verið nefnt. Ég held að öllum ætti að vera það ljóst. Það er eðlilegt að fræðsla í skólakerfinu miðist við þann uppruna sem og annan þann uppruna sem við eigum sem þjóð, hvort sem er fyrir þann kristna tíma sem hér ríkti eða auðvitað þá vestrænu húmanistasiðfræði sem líka hefur haft hér mikil áhrif.

Ég held að það skipti máli að við tökum tillit til allra þessara róta en fagna því að þessi breyting er lögð til í frumvarpi um grunnskóla.