135. löggjafarþing — 33. fundur,  29. nóv. 2007.

breytingar á þingsköpum.

[10:55]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Ég tel mjög mikilvægt að öll stjórn og starfshættir þingsins sé endurskoðað. Í sjálfu sér á að halda því aðskildu frá því sem hér hefur nú mest verið talað um, málfrelsinu. Stjórn og starfshættir þingsins eru þeir þættir sem líka ráða um virkni og lýðræði þess.

Ég spyr hæstv. forseta: Hefur verið gerð stjórnsýsluúttekt á skrifstofu þingsins, á stjórn þingsins, á störfum forseta, á störfum forsætisnefndar? Það er eðlilegt að líta á það. Þetta er líka vinnustaður þar sem við ætlum að vera með sem vönduðust vinnubrögð. Ég hef kynnst því að einmitt lagasetningin, lagavinnan af hálfu ríkisstjórnarmeirihlutans, hefur kannski verið veikasta hlið Alþingis og hvernig hún hefur síðan verið keyrð í gegn. Við höfum horft á starfsmenn og stjórn Alþingis taka þátt í þeim leik.

Ég spyr og óska eftir því að gerð verði heildarstjórnsýsluúttekt á stjórn og starfsháttum Alþingis, þar á meðal á hlutverki og störfum forsætisnefndar þannig að þetta virki vinnulega sem heild. En það er meginmál hér hvernig beita megi valdi á þingmenn. Þingmenn eru kosnir til að fylgja sannfæringu sinni. Eina tækið sem þeir hafa til þess, varir, í gegnum aldirnar er málfrelsi og við sem erum kosin á þing kunnum svo sannarlega að mínu viti að fara með það.

Við höfum tekist hér á. Ég er hissa ef hæstv. ráðherra Össur Skarphéðinsson ætlar að styðja þetta mál. Við höfum staðið hér saman undanfarna vetur. Hvað með hv. þm. Katrínu Júlíusdóttur og fleiri? Nei, byrjum á að gera stjórnsýsluúttekt á Alþingi.