135. löggjafarþing — 33. fundur,  29. nóv. 2007.

breytingar á þingsköpum.

[11:54]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Vegna þess sem hér hefur komið fram hjá hv. þingmönnum er rétt að forseti geti þess að hann hefur ekki undir höndum upplýsingar um það hvernig málum hefur verið háttað í áranna rás með framlagningu þingskjala. Hins vegar er það aðalatriði málsins að farið er að þingsköpum. Til viðbótar er rétt að taka fram að það skiptir að sjálfsögðu miklu máli að reynt sé að haga störfum þannig hér í þinginu. Út á það gekk öll umræðan hér í morgun, að sem best sé búið að þingmönnum til þess að þeir geti sinnt sínu mikilvæga verkefni.

Hvað varðar framhald fundarins í dag þá er það undir því komið hvernig okkur miðar. Við þurfum að nýta þennan dag eins vel og kostur er. Forseti verður að meta það þegar líður á daginn hversu langt þarf að ganga fram eftir deginum með þennan fund. (Gripið fram í.)