135. löggjafarþing — 33. fundur,  29. nóv. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[14:46]
Hlusta

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég vona þá að ríkisstjórnin láti undan í fleiri málum. Ég er að vísu ekki búinn að sjá þær tillögur sem hv. þingmaður boðar en það er ekki nóg að skipa nefndir, gera samþykktir um eitthvert sérstakt átak varðandi börn eða varðandi eldri borgara ef því fylgir síðan ekki neitt. Við eigum fullt af nefndum, við eigum fullt af ráðum, við eigum fullt af skýrslum um stöðu mála í þessum málaflokkum. Það eru aðgerðirnar sem hefur vantað, það eru aðgerðirnar sem er beðið eftir.

Ég fagna því ef ríkisstjórnarflokkarnir láta undan þrýstingi og koma með einhverjar úrbætur inn i frumvarpið hvað varðar kjör þessa fólks, ég skal vera fyrsti maðurinn til að fagna því.