135. löggjafarþing — 33. fundur,  29. nóv. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[14:59]
Hlusta

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég efast ekki um vilja hv. þm. Guðbjarts Hannessonar í þessum efnum og hef ekki þekkt hann að öðru en að vera einlægur í þeim málflutningi sínum, að standa vörð um og styrkja og efla kjör elli- og örorkulífeyrisþega og annarra. Við viljum þó sjá efndir og köllum eðlilega eftir þeim. Fyrir liggja nægar skýrslur, úttektir og stöðumat á málunum, það stendur bara á framkvæmd. Auðvitað berum við þær væntingar til Samfylkingarinnar að hún standi a.m.k. undir einhverju af kosningaloforðunum frá því í vor en lítið fer fyrir því í frumvarpinu.

Ríkisstjórnin er jú búin að sitja í u.þ.b. hálft ár og fyrsta frumvarpið er (Forseti hringir.) mjög stefnumarkandi. (Forseti hringir.) Ég hefði því viljað sjá enn þá harðari — ég hefði m.a. viljað sjá velferðaráherslur í frumvarpinu sem ég sakna (Forseti hringir.) úr kosningaloforðum Samfylkingarinnar.