135. löggjafarþing — 34. fundur,  30. nóv. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[12:36]
Hlusta

Guðni Ágústsson (F) (andsvar):

Hæstv forseti. Hv. þingmaður sagði að hann vildi skoða allar leiðir. Það er ný staða meðal Samfylkingarinnar að vilja skoða veiðileyfagjaldið. Hundruð sjómanna ganga í land út af ákvörðun ríkisstjórnar strax í vor, hundruð fiskverkafólks vinna sín störf. Fyrirtækin í sjávarútvegi ganga nú í gegnum miklar þrengingar, ekki síst í Vestmannaeyjum og á Vestfjörðum. Um mikið gjald er að ræða, eins og ég sagði, sum fyrirtæki borga allt upp í 35% af hagnaði sínum í veiðigjald (AtlG: 85% á landsbyggðinni.) þannig að það er stórt mál og ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem var röng, mun hafa mikil byggðaleg áhrif. Mótvægisaðgerðirnar eru því miður marklausar þó að margt í þeim sé ágætt. Það sem helst kæmi til móts við fyrirtækin nú væri ef veiðigjaldið yrði fellt niður tímabundið meðan fyrirtækin bíða þess tíma að þorskurinn komi aftur.

Ég var ekki að bera af mér sakir. Ég segi fyrir mig: Þó að ekki séu allir hlutir í lagi, þannig verður það aldrei, (Forseti hringir.) byggðir eiga erfitt, fólk á erfitt, hafa lífsgæði og lífskjör Íslendinga aldrei batnað jafnmikið í Íslandssögunni og í ríkisstjórnartíð Framsóknarflokksins á síðustu tólf árum. (Iðnrh.: Jú, jú.)