135. löggjafarþing — 34. fundur,  30. nóv. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[17:10]
Hlusta

Auður Lilja Erlingsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Þetta svarar vissulega fyrirspurn minni og er sama svar og áður hefur komið fram við sams konar fyrirspurnum, þannig að það var kannski ekki við öðru að búast. Ég hefði þó gjarnan viljað sjá skýrari fingraför Samfylkingarinnar á fjárlagafrumvarpinu og Samfylkingin getur tekið því sem hrósi. Mörgu var lofað í kosningabaráttunni sem ég bíð spennt eftir að sjá uppfyllt.

Hvað varðar aðgerðaáætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna finnst mér miður að sjá ekkert í fjárlögunum. Ég hefði búist við því að fyrsti hluti þeirrar metnaðarfullu áætlunar kæmi alla vega til framkvæmda á næsta fjárlagaári, en svo er ekki.