135. löggjafarþing — 34. fundur,  30. nóv. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[17:40]
Hlusta

Jón Magnússon (Fl) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég sé ekki annað en ég og hv. þm. Kristján Þór Júlíusson séum sammála um með hvaða hætti standa eigi að fjárlagagerðinni og til að draga þessa umræðu ekki á langinn þá sé ég ekki að það þurfi neitt frekara andsvar. En það er náttúrlega spurning hvort verkin verða látin tala og það skulum við sameinast um, hv. þm. Kristján Þór Júlíusson, að láta þau tala og gera bragarbót á þessu verklagi.