135. löggjafarþing — 35. fundur,  3. des. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[15:59]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um að styrkja starfsaðstöðu þingsins og þingmanna og fjárveitingin er upp á 98,8 millj. kr. í þeim efnum. Við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs styðjum það að starfsaðstaða og störf þingsins séu styrkt. Hins vegar leggjumst við gegn því að það sé tengt að einhverju leyti því frumvarpi sem hæstv. forseti er 1. flutningsmaður að um skerðingu á málfrelsi þingmanna. (RR: Ha?) (Gripið fram í.)

Í umræðum um fjárlaganefnd kom fram að þessi tala var sett inn í frumvarpið og hún væri algjörlega óháð áformum um að tengja þetta, eins og ég segi, öðrum störfum á þinginu. Í trausti þess (Forseti hringir.) að staðið verði við það, frú forseti, styðjum við í sjálfu sér bætta starfsaðstöðu (Forseti hringir.) þingsins beint. (Gripið fram í: Og hvar …?) (Gripið fram í: … greiða atkvæði með þessu?)