135. löggjafarþing — 35. fundur,  3. des. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[16:50]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Hér eru greidd atkvæði um ýmsar millifærslur innan Vegagerðarinnar, bæði hvað varðar rekstur og framkvæmdir sem í sjálfu eru ekki neinar sérstakar athugasemdir við. Það er þó eitt sem ég vildi geta um, í framkvæmdum Vegagerðarinnar eru nú lagðar inn 700 millj. kr. til átaks í endurbótum og viðhaldi á tengivegum, sveita- og héraðsvegum, sem hefur lengi verið eitt helsta baráttumál þess sem hér stendur. Ég hef flutt um það tillögur á undanförnum árum og ég lýsi sérstakri ánægju með að það skuli koma hér inn. (Gripið fram í: Á ekki að greiða atkvæði með því?) (Gripið fram í.) (Gripið fram í: Ætlarðu ekki að standa með okkur hinum?)