135. löggjafarþing — 35. fundur,  3. des. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[17:26]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Forseti gat þess áðan að niðurstaða hans væri sú að tillagan væri fullkomlega þingleg og er til afgreiðslu á hinu háa Alþingi. (ÖJ: Samkvæmt hvaða lagaheimild er hún þingleg? Á hverju byggist hún? Er þetta ekki svaravert?) Forseti vekur athygli hv. þingmanna á að hér fer fram atkvæðagreiðsla um fjárlög eftir 2. umr. (KolH: Vill forseti ekki svara?)