135. löggjafarþing — 35. fundur,  3. des. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[17:44]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um hvort vísa skuli fjárlagafrumvarpnu til 3. umr. Ég er sammála því að allir kaflar frumvarpsins fari til 3. umr. þó að ég vilji gera þar á þeim breytingu og treysti því að innan fjárlaganefndar verði gerðar breytingar á veigamiklum köflum varðandi velferðarkerfið. Sá kafli sem lýtur að því að hér er verið að greiða atkvæði um tilfærslur á milli ráðuneyta á fjárlagaliði sem ekki eru til og ekki styðjast við lög — ég get ekki fallist á það, herra forseti, að þeim hluta frumvarpsins sem ég tel óþinglegan verði vísað til nefndar. Ég bíð enn eftir svari frá hæstv. forseta um (Forseti hringir.) á grunni hvaða laga hann byggi það að taka þetta mál fyrir (Forseti hringir.) sem ég hef hér gert að umtalsefni, herra forseti.