135. löggjafarþing — 35. fundur,  3. des. 2007.

breytingar á þingsköpum.

[18:40]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Ásetningur forseta í þessum efnum er orðinn nokkuð ljós. Dagskrá verður fram haldið og ekki gert hlé til þess að þingflokksformenn geti safnast saman og rætt málin örlítið betur.

Mig langar þá að fara fram á það við hæstv. forseta, í ljósi þess að nú vantar klukkuna 20 mínútur í sjö, og eins og ég segi, það er kannski ekki nægilega góður bragur á því að mál af þessu tagi skuli koma til umræðu í upphafi kvölds og sérstaklega ekki þegar hæstv. forseti Alþingis, Sturla Böðvarsson, gefur til kynna að það eigi að klára umræðuna í nótt ef ég skildi orð hans rétt hér áðan.

Ég óska því eftir því við hæstv. forseta að hæstv. forseti Alþingis, Sturla Böðvarsson, mæli þá fyrir málinu en við frestum frekari umræðu um það þangað til dagur er risinn. Við getum þá óþreytt tekið málefnalega umræðu í þingsalnum um þingmálið. Ég óska eftir viðbrögðum frá hæstv. forseta við þessari spurningu minni, hvort þetta sé möguleiki.