135. löggjafarþing — 36. fundur,  4. des. 2007.

tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins.

[20:09]
Hlusta

Grétar Mar Jónsson (Fl):

Herra forseti. Ég sit sem áheyrnarfulltrúi í efnahags- og skattanefnd og tek undir orð hv. þm. Ögmundar Jónassonar. Þetta eru sérkennileg vinnubrögð, að manni finnst, hvernig haldið er á málum. Ég get líka tekið undir orð hv. þm. Atla Gíslasonar um það að hann hefur óskað eftir því að fá gögn, samninga og annað sem snýr að þessari sölu á eignum varnarliðsins. Manni finnst auðvitað skrýtið af hverju þetta Þróunarfélag á Keflavíkurflugvelli er ekki ohf. eins og önnur fyrirtæki á vegum ríkisins þegar ríkið á 100% … (ArnbS: … fundarstjórn forseta?) Það er bara nauðsynlegt að spurningin um þetta komi fram. Vinnubrögðin í nefndunum eru mjög sérkennileg.