135. löggjafarþing — 37. fundur,  5. des. 2007.

skýrsla frá Ríkisendurskoðun og ummæli þingmanns.

[13:33]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Vegna fyrirspurnar frá hv. 6. þm. Suðvest., Ögmundi Jónassyni, um skýrslu Ríkisendurskoðunar er varðar yfirtöku vatnsréttinda í neðri hluta Þjórsár vill forseti upplýsa að samkvæmt upplýsingum frá Ríkisendurskoðun verður hún lögð fram á morgun.

Forseti vill auk þess í upphafi fundar gera athugasemd við ummæli sem féllu í gærkvöldi undir því formerki sem kallast fundarstjórn forseta. Þar sagði hv. 7. þm. Suðurk., Atli Gíslason, m.a.:

„… ég lít svo á að ríkisendurskoðandi sé að setja stein í götu mína, þá götu sem ég á að feta sem þingmaður til eftirlits með fjármunum ríkisins, tekjum og gjöldum.“

Ég vil sem forseti árétta og undirstrika að beiðnir þingmanna um skýrslur frá Ríkisendurskoðun þurfa að berast forsætisnefnd. Forsætisnefnd beinir þeim síðan til Ríkisendurskoðunar. Þetta vildi forseti undirstrika sérstaklega í upphafi þessa fundar.