135. löggjafarþing — 37. fundur,  5. des. 2007.

fátækt barna á Íslandi.

127. mál
[14:49]
Hlusta

Dýrleif Skjóldal (Vg):

Hæstv. forseti. Ég tek undir það sem hér hefur verið sagt. Það er til skammar að á Íslandi sé fátækt fólk yfir höfuð.

Ég minntist á hið svokallaða góðæri fyrir nokkrum dögum síðan. Það er mikið góðæri hjá því fólki sem býr í tjaldi í Laugardalnum rétt fyrir jól. Fátæktin er sannanlega hjá fullt af fólki sem jafnvel er í tveimur launuðum störfum á skítakaupi, það er alvarlegt. Það er mjög alvarlegt, sérstaklega í ljósi þess að allir kjarasamningar eru lausir og þá er strax byrjað að tala um að góðærið sé svo mikið að ekki sé þorandi að borga fólki hærra kaup. Börn líða fyrir það, fólk líður fyrir það, t.d. gamalt fólk, (Forseti hringir.) og það er til skammar.