135. löggjafarþing — 37. fundur,  5. des. 2007.

framkvæmdir á Vestfjarðavegi.

246. mál
[20:22]
Hlusta

Fyrirspyrjandi (Herdís Þórðardóttir) (S):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. samgönguráðherra fyrir skýr og greinargóð svör. Ég treysti því að ráðherrann geri sér grein fyrir þeim aðstæðum sem íbúar á Vestfjörðum búa við og þá í Vestur-Barðastrandarsýslu.

Það má segja að þegar heimild fékkst fyrir lagningu vegar um Þorskafjörð og þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar, jafnframt flýtingu vegar úr Vatnsfirði í Vattarfjörð, hafi íbúum Vestur-Barðastrandarsýslu, fundist að þeir hafi verið leystir úr herkví vondra vega.

Nú þurfa hins vegar efndir að fylgja orðum og ég treysti því að hæstv. samgönguráðherra fylgi fram af festu stefnumótun ríkisstjórnarinnar í þessum efnum frá því í sumar. Það skiptir mestu að sem fyrst liggi fyrir skýrar og ótvíræðar áætlanir um vegaframkvæmdir á þessu svæði.