135. löggjafarþing — 38. fundur,  6. des. 2007.

fjáraukalög 2007.

103. mál
[19:16]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um hvort auka skuli fjármagn til að greiða halla öldrunarstofnana í landinu. Við höfum upplýsingar um að uppsafnaður halli öldrunar- og hjúkrunarheimila í landinu geti numið milljörðum króna. Örlítil bót er ráðin á því í fjáraukalagafrumvarpinu en það er fullkomlega óforsvaranlegt að skilja aðrar stofnanir eftir með halla sem við vitum að er til staðar. Þess vegna er lagt til að bætt verði í með 500 millj. kr. sem dreifist til þeirra stofnana sem langerfiðast eiga og verða skildar eftir fari fram sem horfir — mér sýnist því miður á atkvæðagreiðslunni að svo verði. Ég lýsi ábyrgð á meiri hluta Alþingis að skilja öldrunarheimilin eftir með þennan halla.