135. löggjafarþing — 38. fundur,  6. des. 2007.

fjáraukalög 2007.

103. mál
[19:22]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S):

Herra forseti. Hv. þm. Jón Bjarnason vísar allri ábyrgð á fjárlögum ársins 2007 til ríkisstjórnarinnar. Ég gengst við þeirri ábyrgð fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Afgangur á fjárlögunum er 82,8 milljarðar kr., sem er eitthvað allra mesta sem við höfum nokkru sinni séð. (ÖJ: En á rekstrarreikningi Landspítalans?) Án sölu eigna á Keflavíkurflugvelli (Gripið fram í.) (Forseti hringir.) er afgangurinn 68,3 milljarðar kr. Ég held ég fari rétt með að það sé mesti afgangur á fjárlögum sem við höfum séð þegar sala eigna er frátalin.

Þetta sýnir að þegar vel er haldið utan um rekstur ríkisins er staða ríkissjóðs er góð. Við getum horft björtum augum til framtíðar hvað þetta varðar. (ÖJ: Ræðum það í fjárlagaumræðunni á mánudag.)