135. löggjafarþing — 40. fundur,  10. des. 2007.

3. umr. fjárlaga.

[15:02]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Forseti vill geta þess í upphafi fundar að hann hefur ákveðið að 3. umr. um fjárlög verði frestað um einn sólarhring, þ.e. að hún fari fram á miðvikudag í stað þriðjudags eins og áður hafði verið tilkynnt. Þetta gerir forseti í ljósi þess að þingskjöl verða tæpast tilbúin fyrir lok þessa fundar og forseti telur eðlilegt að þingmenn og þingflokkar fái betra ráðrúm til að búa sig undir umræðuna.