135. löggjafarþing — 40. fundur,  10. des. 2007.

mælendaskrá í athugasemdaumræðu.

[15:29]
Hlusta

Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Ég vil gera athugasemd við fundarstjórnina hér áðan. Ég fór upp undir liðnum um störf þingsins til að ræða um ákveðið málefni og gaf strax til kynna að ég vildi aftur fá orðið. En aðrir þingflokkar fengu hér nánast allan ræðutímann, ég held að fjórir vinstri grænir og eitthvað álíka af sjálfstæðismönnum hafi talað þannig að mér fannst vera mikið óréttlæti í þessari fundarstjórn. Ég vil bara sérstaklega gera athugasemd við hana.