135. löggjafarþing — 42. fundur,  12. des. 2007.

kjararáð.

237. mál
[11:27]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég vil vekja athygli á því að við umræðuna hefur komið fram frá fleirum en mér það sjónarmið að lögin um kjararáð séu of óljós. Ekki er skýrt kveðið á um í lögunum hverjir skuli heyra undir ráðið.

Nú gerist það sem margir vöruðu við, að sífellt fleiri hópar, sérstaklega í stjórnunarstöðum hjá hinu opinbera, sækjast eftir því að komast undir vængi kjararáðs og undan kjarasamningum. Ég tel það vera óheillaþróun enda ekki í samræmi við vilja löggjafans á sínum tíma þegar lögin tóku gildi í byrjun júlímánaðar 2006.

Við erum ekki að öllu leyti sátt við breytingarnar. Við höfum um þær efasemdir og munum sitja hjá við atkvæðagreiðsluna en leggjum áherslu á að lögin verði tekin til endurskoðunar í skattanefnd þingsins.