135. löggjafarþing — 42. fundur,  12. des. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[11:41]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Forseti vill taka fram að þær óskir sem hér koma fram hjá hv. þingmanni höfðu ekki borist forseta. En við skulum sjá hvað (Gripið fram í.) dagurinn ber í skauti sér. (Gripið fram í.)

Til þess að forseti geti tekið tillit til óska um dagskrána þá þurfa þær óskir að berast til forseta. Það höfðu ekki borist til forseta neinar óskir um að hafa tiltekin mál ekki á dagskrá. En við skulum sjá hvað dagurinn ber með sér og vona hið besta, þ.e. að okkur takist að ljúka sem flestum skylduverkum okkar sem fyrir liggja.