135. löggjafarþing — 43. fundur,  13. des. 2007.

kosning umboðsmanns Alþingis skv. 1. gr. laga nr. 85 1997, um umboðsmann Alþingis, til fjögurra ára, frá 1. janúar 2008 til 31. desember 2011.

[11:00]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Kosning umboðsmanns Alþingis er óbundin og skrifleg, þ.e. þingmenn rita á seðil nafn þess sem þeir vilja kjósa umboðsmann Alþingis. Kosningin fer fram skv. 2. mgr. 3. gr. þingskapa. Ég minni á 1. gr. laganna um umboðsmann Alþingis en 1. mgr. hennar hljóðar þannig:

„Alþingi kýs umboðsmann Alþingis til fjögurra ára. Hann skal uppfylla skilyrði laga til að mega gegna embætti hæstaréttardómara og má ekki vera alþingismaður.“

 

[Þingverðir afhentu þingmönnum atkvæðaseðla.]