135. löggjafarþing — 43. fundur,  13. des. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[12:09]
Hlusta

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Loksins, loksins er ákveðið að meðhöndla lífeyrisþega, öryrkja og aldraða sem sjálfstæða einstaklinga og hætta að skerða framfærslu þeirra með tekjum maka. Það er söguleg stund og meira en 10 ára baráttu lífeyrisþega fyrir að ná þessu markmiði er loks í höfn. Ég þakka hæstv. ríkisstjórn og hv. þingmönnum fyrir að taka þetta skref í dag og fagna því að fjöldi fólks geti nú skráð sig í sambönd, staðfest sambönd sín með hjónaböndum og farið að lifa sem sjálfstæðir einstaklingar í stað þess að gjalda þess að eiga í sambandi við aðra.

Ég fagna því líka að öryrkjum og ellilífeyrisþegum verði veitt frelsi til sjálfsbjargar til að auka tekjur sínar án þess að missa í sífellu lífeyrisbætur á móti (Forseti hringir.) og lýsi ánægju með þessa samþykkt.