135. löggjafarþing — 43. fundur,  13. des. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[12:13]
Hlusta

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Sú tillaga og sú hækkun sem var afgreidd við 2. umr. fjárlaga til hækkunar á tannlækningum er eingöngu til að mæta fjölda íbúa hér á landi við óbreyttar aðstæður, við óbreytta endurgreiðslu. Það er ekkert í núverandi fjárlögum sem er til að bæta þjónustu við börn eða fullorðna til að bæta tannheilsu þjóðarinnar. Þær 70 millj. sem hér er lagt til að bætt verði inn í tannlækningar almannatrygginga eru eingöngu til að koma til móts við þau fyrirheit ríkisstjórnarinnar að bæta tannheilsu barna og í það forvarnaátak sem nú á að vera í gangi en er því miður mörgum fjölskyldum (Forseti hringir.) ofviða eins og er. Ég segi því já.