135. löggjafarþing — 43. fundur,  13. des. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[12:17]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér koma til atkvæðagreiðslu fjórar tillögur frá þingmönnum Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs um það að efla heilsugæslu og heilbrigðisþjónustu, bæði hér á höfuðborgarsvæðinu og úti um landið. Það er sýnt að við horfum fram á grimmilegan niðurskurð í heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu ef svo fer fram sem horfir með fjárlagafrumvarpið, það þýðir að 193 þúsund íbúar, allt frá Þingvallasveit, út á Seltjarnarnes, suður í Hafnarfjörð og allt þar á milli munu verða fyrir skertri þjónustu og mismunun að mínu mati. Ég tel mjög brýnt, herra forseti, að íbúar á þessu svæði, sem og sveitarstjórnarmenn í öllum þeim sveitarfélögum sem hér eiga í hlut, geti fylgst með því hvernig 34 þingmenn þeirra hér á Alþingi greiða atkvæði um framtíð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Ég fer því fram á sératkvæðagreiðslu og nafnakall um 5. liðinn.