135. löggjafarþing — 43. fundur,  13. des. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[12:40]
Hlusta

Bjarni Harðarson (F):

Herra forseti. Enn erum við stödd á Keflavíkurflugvelli og nú greiðum við atkvæði um að færa inn í fjárlög útgjöld KADECO, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, sem væri ósköp eðlilegt að gera ef rétt væri farið að, ef í fyrstu væri gengið frá samningum milli fjármálaráðuneytisins og Þróunarfélagsins um að því bæri að skila andvirði seldra eigna í ríkissjóð og þar með væri það meðhöndlað eins og ríkisstofnun. Ekki er réttlætanlegt að taka fjárhag einkahlutafélags inn í fjárlög með þessum hætti.

Það er auk þess óréttmætt gagnvart þeim sem keypt hafa eignir á Keflavíkurflugvelli og hafa réttmætar væntingar til þess að öllum fjármunum sem þar koma inn sé varið til framkvæmda á svæðinu. Þess vegna er hagsmunum ríkisins í raun og veru teflt í hættu með þeirri afgreiðslu sem hér fer fram.