135. löggjafarþing — 43. fundur,  13. des. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[12:54]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Náttúrufræðistofnun Íslands er sú rannsóknastofnun opinber sem rannsakar lífríkið okkar, gerir gróður- og vistgerðarkortin sem er verkefni sem hefur verið stutt af samfylkingarþingmönnum í gegnum tíðina. Nú ber svo við að Náttúrufræðistofnun fær ekki þennan árlega rekstrarhalla bættan í fjáraukalögum eins og hefur þó tíðkast frá ári til árs. Nú ber einnig svo við að bón Náttúrufræðistofnunar um lækkun sértekjukröfu er hunsuð af stjórnarmeirihlutanum, þar með töldum þingmönnum Samfylkingarinnar. Ég spyr: Hvernig stendur á því að stjórnarþingmenn Samfylkingarinnar geta ekki staðið vörð um Náttúrufræðistofnun Íslands í samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn, stofnun sem þeir hafa þó borið blak af í gegnum tíðina og reynt að styðja eftir megni með okkur þingmönnum Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs? Nú leggjum við til að sértekjukrafan fyrir stofnunina sé lækkuð um 20 millj. og rekstrargrunnurinn hækkaður um sömu 20 millj. — og samfylkingarþingmenn hafa ákveðið að styðja það ekki. Hvers vegna er (Forseti hringir.) Náttúrufræðistofnun Íslands olnbogabarn þessarar ríkisstjórnar? Ég segi já.