135. löggjafarþing — 43. fundur,  13. des. 2007.

kjararáð.

237. mál
[14:35]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er rétt, mig rámar í þessar hugmyndir hv. þingmanns. Við kunnum að vera með ólíkar tillögur, ólíkar útfærslur, en ég hef flutt breytingartillögur við frumvörp sem lúta að þessu. Ég man ekki hvort hv. þingmaður studdi það á sínum tíma. En mig rámar í annað. Það er að hv. þm. Pétur H. Blöndal hafi greitt atkvæði með hinu alræmda frumvarpi um lífeyrisréttindi ráðherra og þingmanna. Ég man ekki betur en hann hafi gert það. Ef mig misminnir þá leiðréttir þingmaðurinn mig.