135. löggjafarþing — 44. fundur,  13. des. 2007.

veiting ríkisborgararéttar.

318. mál
[16:16]
Hlusta

Frsm. allshn. (Birgir Ármannsson) (S):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir frumvarpi til laga um veitingu ríkisborgararéttar sem flutt er af allsherjarnefnd. Allsherjarnefnd hafa borist 20 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi 135. löggjafarþings en skv. 1. mgr. 6. gr. laga um ríkisborgararétt, nr. 100/1992, veitir Alþingi ríkisborgararétt með lögum.

Nefndin leggur til að tíu einstaklingum sem tilgreindir eru í frumvarpinu verði veittur ríkisborgararéttur að þessu sinni og mælir með því að málið gangi til 2. umr. en ekki til nefndar.