135. löggjafarþing — 44. fundur,  13. des. 2007.

þingsköp Alþingis.

293. mál
[21:23]
Hlusta

Þuríður Backman (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil spyrja hv. þingmann um hvort hún telji að undirbúningur þingmála verði betri í framtíðinni. Ekkert sem við vinnum að með frumvarpinu breytir í nokkru undirbúningi þingmála. Eitt af því sem gert hefur störf þingmanna erfið hvað varðar aðstöðuleysi í þingnefndunum er að þingmálin hafa komið óskaplega illa unnin inn í þingið. Þau hefðu þurft miklu betri og faglegri yfirferð í nefndum og hefur ekkert veitt af rækilegri yfirferð í þinginu. Treystir hv. þingmaður því að vinnubrögð ríkisstjórnarinnar muni breytast?

Ég vantreysti þingforseta ekki sérstaklega en ég get leyft mér að vantreysta sterkri ríkisstjórn og sterkum þingmeirihluta hér inni.