135. löggjafarþing — 44. fundur,  13. des. 2007.

þingsköp Alþingis.

293. mál
[21:50]
Hlusta

Ellert B. Schram (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Það er ekki spurning um hvernig maður stendur í pontunni og talar og talar. Það er spurning um að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við þá sem hlusta og við fólk úti í þjóðfélaginu.

Ég held að sá sem ég er hér í andsvörum við sé kannski besta dæmið um það hvernig menn geta komið málstað sínum fram með snjöllum og stuttum tilsvörum. Einn besti ræðumaður þingsins þarf ekkert á því að halda að tala í marga klukkutíma.

Aftur að málinu með lottóið. Ég var að tala um vitið áðan en maður verður að líka hafa rétta tímasetningu. Fyrst þú talar um að þetta hafi verið á síðasta degi þingsins þá kemur enn einu sinni til snilli mín sem knattspyrnumanns, að muna eftir því að skora markið (Forseti hringir.) á síðustu mínútunni.