135. löggjafarþing — 45. fundur,  14. des. 2007.

happdrætti fyrir Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga.

208. mál
[14:10]
Hlusta

Frsm. allshn. (Birgir Ármannsson) (S):

Hæstv. forseti. Mál það sem hér er til umræðu er sambærilegt því sem tekið var til umræðu hér á undan, þ.e. breytingu á lögum um happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna, og var málsmeðferð í allsherjarnefnd sú hin sama.

Eins og í fyrra tilvikinu er með frumvarpinu lagt til að heimild Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga til að reka happdrætti verði framlengd um 11 ár eða til loka árs 2018. Framlenging þessi er í samræmi við gildistíma heimildar Happdrættis Háskóla Íslands til einkareksturs peningahappdrættis hér á landi en sú heimild gildir til 1. janúar 2019, sbr. lög nr. 127/2003.

Í nefndaráliti er einnig vakin athygli á skipan nefndar um happdrættismál sem nú er að störfum á vegum dómsmálaráðherra.

Undir nefndarálitið rita, eins og áður, sá sem hér stendur, Atli Gíslason, Sigurður Kári Kristjánsson, Ellert B. Schram og Jón Magnússon. Eins og í fyrra tilvikinu voru hv. þm. Ágúst Ólafur Ágústsson, Karl V. Matthíasson, Ólöf Nordal og Siv Friðleifsdóttir fjarverandi við afgreiðslu málsins.